Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar 3. mars 2025 15:03 Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar