Hefndi kossins með kossi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. mars 2025 21:18 Adrien Brody og Halle Berry hafa nú kysst í tvígang í kringum Óskarsverðlaunin. Getty Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira