Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar 4. mars 2025 16:32 Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun