Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 18:30 Áslaug Arna notaði tækni til að hringja í alla landsfundargesti, en samt konust ekki allir. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag. Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira