Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 13:15 Bandaríkjamenn hafa strax lýst nýju tillögunum sem ómögulegum, þar sem þær taki ekki tillit til þess að svæðið sé algjörlega óbyggilegt. Virðast þeir vilja Palestínumenn á brott áður en uppbygging hefst. Getty/Abdallah F.s. Alattar Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. „Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
„Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent