Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Frá ráðstefnunni í Hörpu um hugvíkkandi efni. Vísir/Vilhelm Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“ Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“
Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira