StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar 6. mars 2025 12:31 Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun