Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar 6. mars 2025 11:47 Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun