Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar 6. mars 2025 14:18 Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Vegagerð Samgöngur Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun