Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. mars 2025 15:00 Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun