Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. mars 2025 18:01 Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun