Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar 9. mars 2025 20:32 Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Högni Elfar Gylfason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun