Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 10. mars 2025 15:30 Adams hefur fundið sér nýtt félag en Allen og Garrett fá metháar fjárhæðir. Samsett/Getty Gengið hefur á ýmsu síðustu daga á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar. Stærstu samningar sögunnar hafa verið undirritaðir sem og rándýr leikmannaskipti. Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua. NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua.
NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Sjá meira