Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 12. mars 2025 08:30 Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Loftslagsmál Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun