Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar 12. mars 2025 12:47 Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is).
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun