Leikarar og dansarar á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Leikarar og dansarar í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert. Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert.
Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00