„Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. mars 2025 19:01 Kristján Örn Kristjánsson átti góðan leik fyrir Ísland eftir langa fjarveru frá íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag. Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira