Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 09:41 Sonur Jóns Gunnarsson (t.h.) heyrðist segja á leynilegri upptöku að faðir sinn hefði þegið boð Kristjáns Loftssonar, hvalveiðimanns, á hvalveiðiráðstefnu í Perú í haust. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað sjálfur. Vísir Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira