Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 12:36 Mótmælin í Dhaka fóru friðsamlega fram en í Magura kveiktu mótmælendur í húsinu þar sem nauðgunin átti sér stað. AP/Mahmud Hossin Opu Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir. Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir.
Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“