Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2025 16:18 Kolli er að fara að mæta alvöru gæja. Atvinnuhnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson er kominn með nýjan andstæðing sem hann mætir í lok maí. Andstæðingurinn í þetta skiptið er Mike Lehnis sem hefur unnið alla átta bardaga sína á ferlinum. Mun bardaginn fara fram í Nurnberg, Þýskalandi. Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu eftir gott ár í fyrra og er ennþá ósigraður. Kolbeinn Kristinsson átti gott ár í fyrra þar sem hann landaði þremur sigrum með sannfærandi frammistöðu. Síðast gegn Piotr Cwik sem dró sig úr bardaganum áður en önnur lota hófst. Allir andstæðingarnir hans Kolbeins gáfust upp fyrir honum í fyrra og er hann því spenntur að komast aftur inn í hringinn og halda sigurförinni áfram. Bardaginn gegn Mike Lehnis er upp á GBU (Global Boxing Union) heimstitilinn en Kolbeinn er nú þegar Baltic Boxing Union meistari. Með sigri í Þýskalandi fengi Kolbeinn nýtt belti og yrði þar með tvöfaldur þungavigtarmeistari. Sigurinn myndi einnig fleyta Kolbeini enn hærra á styrkleikalistanum yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum en hann situr eins og er í 79. sæti listans og stefnir á fyrsta sætið. Kolbeinn hefur á undanförnum misserum fengið mörg tilboð og staðið til boða að berjast víðs vegar um heiminn. Bardaginn við Mike varð fyrir valinu þar sem að hann er efnilegur í hringnum og örvhentur (e. Southpaw) í þokkabót. Mike Lehnis er ósigraður sem atvinnumaður og hefur verið mjög virkur síðan hann hóf atvinnumennskuna árið 2022. Bardaginn milli hans og Kolbeins verður tólf lotur eins og venjan er á efsta stigi atvinnumennskunnar. Box Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Andstæðingurinn í þetta skiptið er Mike Lehnis sem hefur unnið alla átta bardaga sína á ferlinum. Mun bardaginn fara fram í Nurnberg, Þýskalandi. Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu eftir gott ár í fyrra og er ennþá ósigraður. Kolbeinn Kristinsson átti gott ár í fyrra þar sem hann landaði þremur sigrum með sannfærandi frammistöðu. Síðast gegn Piotr Cwik sem dró sig úr bardaganum áður en önnur lota hófst. Allir andstæðingarnir hans Kolbeins gáfust upp fyrir honum í fyrra og er hann því spenntur að komast aftur inn í hringinn og halda sigurförinni áfram. Bardaginn gegn Mike Lehnis er upp á GBU (Global Boxing Union) heimstitilinn en Kolbeinn er nú þegar Baltic Boxing Union meistari. Með sigri í Þýskalandi fengi Kolbeinn nýtt belti og yrði þar með tvöfaldur þungavigtarmeistari. Sigurinn myndi einnig fleyta Kolbeini enn hærra á styrkleikalistanum yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum en hann situr eins og er í 79. sæti listans og stefnir á fyrsta sætið. Kolbeinn hefur á undanförnum misserum fengið mörg tilboð og staðið til boða að berjast víðs vegar um heiminn. Bardaginn við Mike varð fyrir valinu þar sem að hann er efnilegur í hringnum og örvhentur (e. Southpaw) í þokkabót. Mike Lehnis er ósigraður sem atvinnumaður og hefur verið mjög virkur síðan hann hóf atvinnumennskuna árið 2022. Bardaginn milli hans og Kolbeins verður tólf lotur eins og venjan er á efsta stigi atvinnumennskunnar.
Box Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira