Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar 14. mars 2025 14:02 Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun