Lax slapp úr sjókví fyrir austan Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 14:34 Eldislaxinn sem Jóhannes veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði. Hann telur þetta sanna að lax hafi sloppið úr sjókví í Reyðarfirði, þrátt fyrir yfirlýsingar forvígismanna fyrirtækisins um annað. Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum hefur ásamt Snæbirni Pálssyni rannsakað uppruna sjókvíalaxa. Þeir hafa lagt mat á hvernig tilkynningar um tjón á sjókvíum sem leiða til göngu eldislaxa í íslenskar ár berist frá sjókvíaeldisfyrirtækjum til Matvælastofnunar, MAST. „Það var fróðlegt að fá á hreint í rannsókninni það hvað varðaði lögheimili sjókvíaeldislax sem ég veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði, sem yfirgaf uppeldisstöðvar sínar hjá Laxar fiskeldi. Þetta er þrátt fyrir að allt ætti að vera í sómanum með þær kvíar samkvæmt eftirliti eldisaðilans,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir að það líti út fyrir að forvígismenn fyrirtækisins hafi farið með rangt mál: Lax hafi sannanlega sloppið úr sjókví.vísir/ívar „Sú hrygningarganga sjókvíalaxins í Fjarðará í Seyðisfirði, sem mögulega var sýktur af blóðþorra sem einmitt kom fyrst upp á sama ári í þessari kvíastæðu sem hann var runninn frá við Gripaldi í Reyðarfirði, vitnar líka til þess að ef slíkur átroðningur sjókvíaeldislaxa er þá þegar til vandræða í Fjarðará, hversu slæmt ástandið yrði í ánni ef sjókvíaeldi væri þröngvað upp á Seyðfirðinga eins og hætta er á,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldislax veiddur í Fjarðará Jóhannes vísar til skýrslu sinnar þar sem segir meðal annars: „Á tímabilinu 2015-2022 þá var næturvöktun á vegum Laxfiska aðeins framkvæmd einu sinni í einni á á Austfjörðum og í það skipti (sept. 2021) veiddist einn sjókvíaeldislax í Fjarðará í Seyðisfirði.“ Og: „Sá lax var runninn frá fyrirtækinu Laxar fiskeldi og kom úr kví á kvíasvæðinu við Gripaldi í Reyðarfirði.“ Eins og Jóhannes benti á greindist í byrjun vetrar 2021 í fyrsta sinn á Íslandi veirusjúkdómurinn blóðþorri (ISA - Infectious salmon anaemia) á kvíasvæðinu við Gripaldi, þannig að mögulegt er að laxinn sem kom þaðan og gekk í Fjarðará í Seyðisfirði hafi borið sjúkdóminn blóðþorra. Lax slapp úr sjókvíaeldinu á Reyðarfirði Öllum fiski var slátrað af sjókvíasvæðinu Gripaldi í kjölfarið, en sjúkdómurinn kom síðan upp á öðrum eldissvæðum 2022 í Reyðarfirði sem og í Berufirði og því var laxi í kvíum á þessum svæðum öllum slátrað. Í þessu sambandi vekur athygli að engar opinberar tilkynningar liggja fyrir um að gat hafi komið á kvíar við Gripaldi 2020 eða 2021 og umfang slysasleppinga þar því óþekkt. Þegar Kaldvík fór í kauphöllina 29.05.2024 fullyrti Jens Garðar, þá stjórnandi Kaldvíkur: „Við höfum aldrei misst lax“ og „Umræðan má ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun“. Nú er hins vegar staðfest, í rannsókn þeirra Jóhannesar og Snæbjörns, að sjókvíaeldislax úr Reyðarfirði var veiddur í Fjarðará í Seyðisfirði í september 2021. Aldrei laxar sloppið úr eldi? Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, benti enn fremur á að enn hefðu laxar ekki sloppið úr eldi þess og það ætlaði sér að tryggja að svo yrði áfram. Hann rakti notkun tækni, meðal annars myndavéla með gervigreind og sterkari neta en gengur og gerist, til þess. Jens Garðar sagði stjórnendur Kaldvíkur alltaf tilbúna í sanngjarnt samtal um laxeldi og framtíð þess en það yrði að vera byggt á staðreyndum, vísindum og almennri skynsemi. En voru þeir þá að ljúga þessu með slysasleppingarnar? „Já það hljómar þannig. Þau hjá hjá VÁ leggja einmitt út af þeim punkti á FB status sem þau voru setja inn með vísun í tilteknar staðhæfingar Jens Garðars,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldi Vísindi Fiskeldi Kaldvík Múlaþing Tengdar fréttir Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. 15. maí 2024 17:09 Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. 7. október 2023 13:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum hefur ásamt Snæbirni Pálssyni rannsakað uppruna sjókvíalaxa. Þeir hafa lagt mat á hvernig tilkynningar um tjón á sjókvíum sem leiða til göngu eldislaxa í íslenskar ár berist frá sjókvíaeldisfyrirtækjum til Matvælastofnunar, MAST. „Það var fróðlegt að fá á hreint í rannsókninni það hvað varðaði lögheimili sjókvíaeldislax sem ég veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði, sem yfirgaf uppeldisstöðvar sínar hjá Laxar fiskeldi. Þetta er þrátt fyrir að allt ætti að vera í sómanum með þær kvíar samkvæmt eftirliti eldisaðilans,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir að það líti út fyrir að forvígismenn fyrirtækisins hafi farið með rangt mál: Lax hafi sannanlega sloppið úr sjókví.vísir/ívar „Sú hrygningarganga sjókvíalaxins í Fjarðará í Seyðisfirði, sem mögulega var sýktur af blóðþorra sem einmitt kom fyrst upp á sama ári í þessari kvíastæðu sem hann var runninn frá við Gripaldi í Reyðarfirði, vitnar líka til þess að ef slíkur átroðningur sjókvíaeldislaxa er þá þegar til vandræða í Fjarðará, hversu slæmt ástandið yrði í ánni ef sjókvíaeldi væri þröngvað upp á Seyðfirðinga eins og hætta er á,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldislax veiddur í Fjarðará Jóhannes vísar til skýrslu sinnar þar sem segir meðal annars: „Á tímabilinu 2015-2022 þá var næturvöktun á vegum Laxfiska aðeins framkvæmd einu sinni í einni á á Austfjörðum og í það skipti (sept. 2021) veiddist einn sjókvíaeldislax í Fjarðará í Seyðisfirði.“ Og: „Sá lax var runninn frá fyrirtækinu Laxar fiskeldi og kom úr kví á kvíasvæðinu við Gripaldi í Reyðarfirði.“ Eins og Jóhannes benti á greindist í byrjun vetrar 2021 í fyrsta sinn á Íslandi veirusjúkdómurinn blóðþorri (ISA - Infectious salmon anaemia) á kvíasvæðinu við Gripaldi, þannig að mögulegt er að laxinn sem kom þaðan og gekk í Fjarðará í Seyðisfirði hafi borið sjúkdóminn blóðþorra. Lax slapp úr sjókvíaeldinu á Reyðarfirði Öllum fiski var slátrað af sjókvíasvæðinu Gripaldi í kjölfarið, en sjúkdómurinn kom síðan upp á öðrum eldissvæðum 2022 í Reyðarfirði sem og í Berufirði og því var laxi í kvíum á þessum svæðum öllum slátrað. Í þessu sambandi vekur athygli að engar opinberar tilkynningar liggja fyrir um að gat hafi komið á kvíar við Gripaldi 2020 eða 2021 og umfang slysasleppinga þar því óþekkt. Þegar Kaldvík fór í kauphöllina 29.05.2024 fullyrti Jens Garðar, þá stjórnandi Kaldvíkur: „Við höfum aldrei misst lax“ og „Umræðan má ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun“. Nú er hins vegar staðfest, í rannsókn þeirra Jóhannesar og Snæbjörns, að sjókvíaeldislax úr Reyðarfirði var veiddur í Fjarðará í Seyðisfirði í september 2021. Aldrei laxar sloppið úr eldi? Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, benti enn fremur á að enn hefðu laxar ekki sloppið úr eldi þess og það ætlaði sér að tryggja að svo yrði áfram. Hann rakti notkun tækni, meðal annars myndavéla með gervigreind og sterkari neta en gengur og gerist, til þess. Jens Garðar sagði stjórnendur Kaldvíkur alltaf tilbúna í sanngjarnt samtal um laxeldi og framtíð þess en það yrði að vera byggt á staðreyndum, vísindum og almennri skynsemi. En voru þeir þá að ljúga þessu með slysasleppingarnar? „Já það hljómar þannig. Þau hjá hjá VÁ leggja einmitt út af þeim punkti á FB status sem þau voru setja inn með vísun í tilteknar staðhæfingar Jens Garðars,“ segir Jóhannes.
Sjókvíaeldi Vísindi Fiskeldi Kaldvík Múlaþing Tengdar fréttir Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. 15. maí 2024 17:09 Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. 7. október 2023 13:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. 15. maí 2024 17:09
Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. 7. október 2023 13:16