Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 20:49 Starfsmenn palestínska Rauða hálfmánans bólusetja börn á Gaza. Stefnt er að því að bólusetja um 600 þúsund börn yngri en tíu ára. Rauði kross Íslands Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að söfnunin hafi verið svar við neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans og að féð muni renna til skilgreindra verkefna sem miði fyrst og fremst að því að tryggja aðgang fólks að heilsugæslu, mat, hreinu vatni og skjóli. „Markmiðið er að veita íbúum Gasa lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ segir Sólrún og að um tvær milljónir íbúa séu á vergangi. Hún bendir auk þess á að yfir 90 prósent af öllu íbúðarhúsnæði á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst og að heilbrigðisþjónusta sé í lamasessi. Palestínski Rauði hálfmáninn kom í lok febrúar upp færanlegu sjúkrahúsi í Gaza-borg, því fyrsta sinnar tegundar á Gaza.Rauði kross Íslands Í tilkynningu segir að Palestínski Rauði hálfmáninn gegni lykilhlutverki í því að veita aðstoð á Gasa, á Vesturbakkanum auk þess sem þau aðstoða fólk sem hefur þurft að flýja Gasa til nágrannalanda. „Félagið hefur sinnt mannúðarstarfi í Palestínu í áratugi og hefur því gríðarlega reynslu og nýtur sömuleiðis mikils trausts,“ segir Sólrún. Mannúðaraðstoð við íbúa Gasa hefur verið mjög sveiflukennd síðustu mánuði. Möguleikar hjálparsamtaka og stofnana til að veita slíka aðstoð eru takmarkaðir og tryggja þarf öryggi allra sem að koma, bæði starfsfólks, sjálfboðaliða og íbúa. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð á Gasa er hins vegar yfirþyrmandi,“ segir Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. „Það er skortur á mat, hreinu drykkjarvatni, húsaskjóli, hreinlætisvörum og hreinlætisaðstöðu, lyfjum og heilbrigðisaðstoð og svo mætti áfram telja.“ Neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans hljóðar upp á rúmlega 443 milljónir Bandaríkjadala eða um 60 milljarða íslenskra króna. Auk Rauða krossins á Íslandi hafa mörg önnur landsfélög svarað kallinu, meðal annars Rauði krossinn í Svíþjóð og Noregi. Landsfélögin sinna hvert fyrir sig eftirliti samkvæmt samningum. Samið var um vopnahlé á Gasa um miðjan janúar og jókst þá aðgangur samtaka og stofnana að svæðinu með neyðargögn. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) segir að vopnahléið hafi reynst mikilvægt til að bjarga mannslífum, koma mannúðaraðstoð á framfæri og halda almennum borgurum á lífi en mannúðarkreppan á svæðinu sé langt frá því að vera yfirstaðin. Palestína Félagasamtök Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að söfnunin hafi verið svar við neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans og að féð muni renna til skilgreindra verkefna sem miði fyrst og fremst að því að tryggja aðgang fólks að heilsugæslu, mat, hreinu vatni og skjóli. „Markmiðið er að veita íbúum Gasa lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ segir Sólrún og að um tvær milljónir íbúa séu á vergangi. Hún bendir auk þess á að yfir 90 prósent af öllu íbúðarhúsnæði á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst og að heilbrigðisþjónusta sé í lamasessi. Palestínski Rauði hálfmáninn kom í lok febrúar upp færanlegu sjúkrahúsi í Gaza-borg, því fyrsta sinnar tegundar á Gaza.Rauði kross Íslands Í tilkynningu segir að Palestínski Rauði hálfmáninn gegni lykilhlutverki í því að veita aðstoð á Gasa, á Vesturbakkanum auk þess sem þau aðstoða fólk sem hefur þurft að flýja Gasa til nágrannalanda. „Félagið hefur sinnt mannúðarstarfi í Palestínu í áratugi og hefur því gríðarlega reynslu og nýtur sömuleiðis mikils trausts,“ segir Sólrún. Mannúðaraðstoð við íbúa Gasa hefur verið mjög sveiflukennd síðustu mánuði. Möguleikar hjálparsamtaka og stofnana til að veita slíka aðstoð eru takmarkaðir og tryggja þarf öryggi allra sem að koma, bæði starfsfólks, sjálfboðaliða og íbúa. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð á Gasa er hins vegar yfirþyrmandi,“ segir Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. „Það er skortur á mat, hreinu drykkjarvatni, húsaskjóli, hreinlætisvörum og hreinlætisaðstöðu, lyfjum og heilbrigðisaðstoð og svo mætti áfram telja.“ Neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans hljóðar upp á rúmlega 443 milljónir Bandaríkjadala eða um 60 milljarða íslenskra króna. Auk Rauða krossins á Íslandi hafa mörg önnur landsfélög svarað kallinu, meðal annars Rauði krossinn í Svíþjóð og Noregi. Landsfélögin sinna hvert fyrir sig eftirliti samkvæmt samningum. Samið var um vopnahlé á Gasa um miðjan janúar og jókst þá aðgangur samtaka og stofnana að svæðinu með neyðargögn. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) segir að vopnahléið hafi reynst mikilvægt til að bjarga mannslífum, koma mannúðaraðstoð á framfæri og halda almennum borgurum á lífi en mannúðarkreppan á svæðinu sé langt frá því að vera yfirstaðin.
Palestína Félagasamtök Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?