Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. mars 2025 16:31 Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum. Til þess að mæta þessum ábyrgðum er aðeins að finna um 20 milljarðar króna í tryggingasjóðnum samkvæmt upplýsingum frá honum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd hér á landi vegna aðildarinnar að EES-samningnum mun það þýða ríkisábyrgð á þessum 1.490 milljörðum eins og staðan er í dag. Tilskipunin hefur enn ekki verið tekin upp í samninginn en gerð hefur verið krafa um það og er málið í ferli í þeim efnum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að hún verði veitt. Fram kom í afstöðu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis til málsins árið 2014 að liggja yrði ljóst fyrir að tilskipunin fæli ekki í sér ríkisábyrgð áður en hún yrði innleidd samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu en Evrópusambandið hefur sagt að hún slík ábyrgð sé til staðar í henni. Með hliðsjón af efni umræddrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem er í raun svar sambandsins við sigri Íslands í Icesave-deilunni, er ljóst að hún kveður á um ríkisábyrgð. Þannig segir til dæmis í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að tryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja auk þess aðgengi þeirra að fjármögnun til skamms tíma til þess að mæta kröfum. Sem fyrr segir á sjóðurinn aðeins 20 milljarða til þess. Málið er annars afar lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir innri markað þess og þar með samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem það setur og tekið er upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur eins og við sömdum um við Breta í stað EES-samningsins. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Sjá meira
Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum. Til þess að mæta þessum ábyrgðum er aðeins að finna um 20 milljarðar króna í tryggingasjóðnum samkvæmt upplýsingum frá honum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd hér á landi vegna aðildarinnar að EES-samningnum mun það þýða ríkisábyrgð á þessum 1.490 milljörðum eins og staðan er í dag. Tilskipunin hefur enn ekki verið tekin upp í samninginn en gerð hefur verið krafa um það og er málið í ferli í þeim efnum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að hún verði veitt. Fram kom í afstöðu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis til málsins árið 2014 að liggja yrði ljóst fyrir að tilskipunin fæli ekki í sér ríkisábyrgð áður en hún yrði innleidd samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu en Evrópusambandið hefur sagt að hún slík ábyrgð sé til staðar í henni. Með hliðsjón af efni umræddrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem er í raun svar sambandsins við sigri Íslands í Icesave-deilunni, er ljóst að hún kveður á um ríkisábyrgð. Þannig segir til dæmis í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að tryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja auk þess aðgengi þeirra að fjármögnun til skamms tíma til þess að mæta kröfum. Sem fyrr segir á sjóðurinn aðeins 20 milljarða til þess. Málið er annars afar lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir innri markað þess og þar með samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem það setur og tekið er upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur eins og við sömdum um við Breta í stað EES-samningsins. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun