„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 23:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir verið að taka skref í átt að nýju fangelsi að Stóra-Hrauni. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira