Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifa 19. mars 2025 15:31 Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Bættar samgöngur á landi breyta ekki þeirri staðreynd að ekki er fyrirsjáanlegt að það muni taka skemmri tíma en tæpa 5 tíma að aka til Reykjavíkur. Meðal markmiða í gildandi samgönguáætlun segir „íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Flugið er eina tegund almenningssamgangna til Ísafjarðar sem uppfyllt getur þetta markmið. Ekki hvort heldur hvernig Það er ekki spurning um hvort flogið verður áfram til Ísafjarðar heldur hvernig það verður gert bæði hvað varðar tíðni flugs og öryggi þjónustunnar. Núverandi staða og framtíð flugsins er háð mörgum þáttum sem hafa verður í huga þegar framtíðarfyrirkomulag flugsins er ákveðið. Vestfirðir eru í mikilli sókn og efnahagsleg umsvif hafa á síðustu árum aukist hratt. Því mun mikilvægi þess ekki minnka á næstu árum og til að viðhalda þessari sókn er gríðarlega mikilvægt að tryggt sé áætlunarflug með að minnsta kosti þeirri tíðni og öryggi sem hefur verið hluti af hjartslætti svæðisins. Í fyrra fóru tæplega 28.000 farþegar í áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Það sýnir þá miklu þörf sem er fyrir reglulegt flug ekki aðeins fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaferðum og fjölmarga aðra. Til að viðhalda þessari mikilvægu samgönguæð þarf að tryggja ásættanlega tíðni fluga. Eitt af markmiðunum er að vera að flogið verði tvisvar á dag alla daga vikunnar. Þetta tryggir betri tengingar og aukið aðgengi að miðlægri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig skiptir stærð flugvéla máli. Ekki þarf bara að tryggja sætaframboð, heldur er einnig mikilvægt að hægt sé að taka hópa. Fundir, ráðstefnur og ferðaþjónusta með hópa byggir á því, en einnig starf íþróttafélaga. Félög og fylgdarfólk þurfa auðvitað að komast á sama tíma til og frá. Þær 9 og 16 sæta vélar sem notaðar eru á nokkrum flugleggjum innanlands eru því öldungis óásættanlegar. Undirbúningur er hafinn Á þeim dögum sem liðnir eru frá tilkynningu Icelandair höfum við átt fjölmarga fundi um málefni flugsins til Ísafjarðar og aflað ýmissa gagna. Ljóst er af þeim samtölum að sérstaða flugvallarins hvað varðar aðflugsskilyrði og legu veldur því að ekki eru margar tegundir flugvéla sem geta lent þar. Hér þarf að skoða þær vélar sem flugfélög á Íslandi hafa yfir að ráða og hvernig hægt er að nýta þær á sem bestan hátt til að þjóna farþegum á þessari leið. Í allmörg ár hefur verið flogið á Dash Q200 flugvélum til Ísafjarðar. Þær eru sterkbyggðar, þurfa stutta flugbraut og eru vel færar um að lenda við þær aðstæður sem Ísafjarðarflugvöllur býður upp á. Til þess að sinna áætlunarfluginu þarf að minnsta kosti tvær flugvélar til að hægt sé að sinna viðhaldi og þeim óvæntu uppákomum sem þar geta orðið. Ísafjörður er nú, eftir breytingar á aðstæðum í Grænlandi, eini áfangastaður Icelandair sem þjónað yrði með Q200 vélunum. Til Akureyrar og Egilsstaða er flogið á Dash Q400 vélum sem eru nokkuð stærri og því hagkvæmari, en geta ekki lent á Ísafirði. Önnur flugfélög á Íslandi eiga ekki vélar sem eru ásættanlegar fyrir flug á Ísafjörð en horfa þarf til þess að Icelandair á tvær slíkar vélar og átta eru í eigu Air Greenland sem líklegt er að verða til sölu fljótlega. Nokkrar leiðir í boði Þó það sé ekki gaman að segja það, stefnir í að ríkisvaldið þurfi að stíga inn til að tryggja áfram flug af þeirri tíðni, öryggi og gæðum sem þarf til. Þá þarf fyrirsjáanleiki að vera mikill. Það á auðvitað við fyrir farþega og ferðaþjónustuna, en einkum fyrir flugfélögin. Kaup á flugvélum og öllu því sem til þarf í flugrekstur krefst fyrirsjáanleika í tekjum. Hér má líta til að minnsta kosti tveggja kosta. Sá fyrr er að farið verði í umtalsvert lengri útboð en tíðkast hefur hingað til, til dæmis 10–15 ár. Kostur tvö er að horft sé til fordæmis í ferjusiglingum til dæmis ferjunnar Baldurs þar sem ríkið á farartækið en býður út reksturinn til 3–5 ára í svokallaðri þurrleigu þar sem rekstraraðili annast allan rekstur og viðhald. Í þessu tilviki, þar sem viðhaldsþátturinn er talsvert stór, er sennilega betra að vélarnar verði tvær svo alltaf að minnsta kosti önnur til reiðu. Hvort heldur sem er, er eðlilegt að fleiri flugleiðir sem svipað er ástatt um verði teknar inn í myndina, og lítum við þar sérstaklega til Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldudals og Vestmannaeyja, en frekari greiningar þurfa að fara fram á þessu öllu saman. Við þökkum samgönguyfirvöldum, þingmönnum og ráðherrum fyrir hve hratt og vel unnið er að lausnum í málinu. Við í héraði munum ekki láta okkar eftir liggja til þess að tryggja að áfram verði hágæðaflugsamgöngur til Ísafjarðar. Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Ísafjarðarbær Icelandair Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Bættar samgöngur á landi breyta ekki þeirri staðreynd að ekki er fyrirsjáanlegt að það muni taka skemmri tíma en tæpa 5 tíma að aka til Reykjavíkur. Meðal markmiða í gildandi samgönguáætlun segir „íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Flugið er eina tegund almenningssamgangna til Ísafjarðar sem uppfyllt getur þetta markmið. Ekki hvort heldur hvernig Það er ekki spurning um hvort flogið verður áfram til Ísafjarðar heldur hvernig það verður gert bæði hvað varðar tíðni flugs og öryggi þjónustunnar. Núverandi staða og framtíð flugsins er háð mörgum þáttum sem hafa verður í huga þegar framtíðarfyrirkomulag flugsins er ákveðið. Vestfirðir eru í mikilli sókn og efnahagsleg umsvif hafa á síðustu árum aukist hratt. Því mun mikilvægi þess ekki minnka á næstu árum og til að viðhalda þessari sókn er gríðarlega mikilvægt að tryggt sé áætlunarflug með að minnsta kosti þeirri tíðni og öryggi sem hefur verið hluti af hjartslætti svæðisins. Í fyrra fóru tæplega 28.000 farþegar í áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Það sýnir þá miklu þörf sem er fyrir reglulegt flug ekki aðeins fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaferðum og fjölmarga aðra. Til að viðhalda þessari mikilvægu samgönguæð þarf að tryggja ásættanlega tíðni fluga. Eitt af markmiðunum er að vera að flogið verði tvisvar á dag alla daga vikunnar. Þetta tryggir betri tengingar og aukið aðgengi að miðlægri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig skiptir stærð flugvéla máli. Ekki þarf bara að tryggja sætaframboð, heldur er einnig mikilvægt að hægt sé að taka hópa. Fundir, ráðstefnur og ferðaþjónusta með hópa byggir á því, en einnig starf íþróttafélaga. Félög og fylgdarfólk þurfa auðvitað að komast á sama tíma til og frá. Þær 9 og 16 sæta vélar sem notaðar eru á nokkrum flugleggjum innanlands eru því öldungis óásættanlegar. Undirbúningur er hafinn Á þeim dögum sem liðnir eru frá tilkynningu Icelandair höfum við átt fjölmarga fundi um málefni flugsins til Ísafjarðar og aflað ýmissa gagna. Ljóst er af þeim samtölum að sérstaða flugvallarins hvað varðar aðflugsskilyrði og legu veldur því að ekki eru margar tegundir flugvéla sem geta lent þar. Hér þarf að skoða þær vélar sem flugfélög á Íslandi hafa yfir að ráða og hvernig hægt er að nýta þær á sem bestan hátt til að þjóna farþegum á þessari leið. Í allmörg ár hefur verið flogið á Dash Q200 flugvélum til Ísafjarðar. Þær eru sterkbyggðar, þurfa stutta flugbraut og eru vel færar um að lenda við þær aðstæður sem Ísafjarðarflugvöllur býður upp á. Til þess að sinna áætlunarfluginu þarf að minnsta kosti tvær flugvélar til að hægt sé að sinna viðhaldi og þeim óvæntu uppákomum sem þar geta orðið. Ísafjörður er nú, eftir breytingar á aðstæðum í Grænlandi, eini áfangastaður Icelandair sem þjónað yrði með Q200 vélunum. Til Akureyrar og Egilsstaða er flogið á Dash Q400 vélum sem eru nokkuð stærri og því hagkvæmari, en geta ekki lent á Ísafirði. Önnur flugfélög á Íslandi eiga ekki vélar sem eru ásættanlegar fyrir flug á Ísafjörð en horfa þarf til þess að Icelandair á tvær slíkar vélar og átta eru í eigu Air Greenland sem líklegt er að verða til sölu fljótlega. Nokkrar leiðir í boði Þó það sé ekki gaman að segja það, stefnir í að ríkisvaldið þurfi að stíga inn til að tryggja áfram flug af þeirri tíðni, öryggi og gæðum sem þarf til. Þá þarf fyrirsjáanleiki að vera mikill. Það á auðvitað við fyrir farþega og ferðaþjónustuna, en einkum fyrir flugfélögin. Kaup á flugvélum og öllu því sem til þarf í flugrekstur krefst fyrirsjáanleika í tekjum. Hér má líta til að minnsta kosti tveggja kosta. Sá fyrr er að farið verði í umtalsvert lengri útboð en tíðkast hefur hingað til, til dæmis 10–15 ár. Kostur tvö er að horft sé til fordæmis í ferjusiglingum til dæmis ferjunnar Baldurs þar sem ríkið á farartækið en býður út reksturinn til 3–5 ára í svokallaðri þurrleigu þar sem rekstraraðili annast allan rekstur og viðhald. Í þessu tilviki, þar sem viðhaldsþátturinn er talsvert stór, er sennilega betra að vélarnar verði tvær svo alltaf að minnsta kosti önnur til reiðu. Hvort heldur sem er, er eðlilegt að fleiri flugleiðir sem svipað er ástatt um verði teknar inn í myndina, og lítum við þar sérstaklega til Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldudals og Vestmannaeyja, en frekari greiningar þurfa að fara fram á þessu öllu saman. Við þökkum samgönguyfirvöldum, þingmönnum og ráðherrum fyrir hve hratt og vel unnið er að lausnum í málinu. Við í héraði munum ekki láta okkar eftir liggja til þess að tryggja að áfram verði hágæðaflugsamgöngur til Ísafjarðar. Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun