Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar 20. mars 2025 15:03 Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Það sem einkennt hefur þessa umræðu er aðallega forhert hagsmunagæsla, fordómar og vanþekking og hafa þeir oft haft hæst sem minnst vita um strandveiðar, eðli þeirra og umfang. Hér verður því vakin athygli á nokkrum atriðum sem þeim tengjast. Sjö ára gömul lög Lög um strandveiðar með allt að 12 daga veiðiheimildir í fjóra mánuði að sumarlagi voru fyrst samþykkt á Alþingi 2018. Allmikill meirihluti þingmanna greiddi þeim atkvæði ekki síst vegna þess að „keppnisþáttur“ í kerfinu fram að því hafði augljósa slysahættu í för með sér. Þá var talið nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í kerfinu bæði gagnvart útgerðum smábáta, sjómönnum og fiskkaupendum og tryggja jafnræði milli landsvæða. Þessi lög eru því ekki ný á nálinni eins og oft hefur mátt skilja á upphrópandi umræðu síðustu mánuði. Inn í þessi lög var hins vegar sett ákvæði um að færi heildarstrandveiðiafli umfram tiltekið magn sem áætlað var í þessar veiðar skyldi Fiskistofa stöðva þær. Veiðarnar 2018 og 2019 Fyrstu tvö árin sem þessi lög giltu var afli ekki meiri en svo að allur strandveiðiflotinn fékk að róa þessa 48 daga og stóðu veiðarnar því út ágúst bæði árin. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gilti þá einu hvaðan menn réru enda fengu allir landshlutar þá jafnt aðgengi að sínum miðum á hagstæðum tíma. Þekkt er að besti veiðitíminn fyrir Vesturlandi er í maí meðan ágúst gefur mest af fiski úti fyrir Austurlandi. Fróðlegt er að skoða hvernig sóknin var á flotanum þegar menn höfðu alla 48 dagana til að róa. Meðalróðrafjöldi á bát á þessum vertíðum báðum var rúmlega 26 (tuttugu og sex). Þannig nýttist mönnum að jafnaði innan við 55% af þeim dögum sem menn máttu róa. Skiptu gæftir þar áreiðanleg miklu en einnig sú staða að ekki þurfti að keppast við að ná róðrum áður en veiðar yrðu stöðvaðar. Rétt er að benda á að einungis um 2-3% af öllum flotanum náði að róa alla 48 dagana! Þá var meðalafli í róðri í kringum 600 kg á þessum árum. Keppniskerfið innleitt aftur Frá árinu 2020 og allt fram á árið 2024 hefur verið aukin þorskgengd á miðunum umhverfis landið. Aukning á aflaheimildum til strandveiða fylgdi hins vegar ekki með, afli varð meiri í hverjum róðri og bátum fjölgaði nokkuð. Þetta leiddi til þess að strandveiðar voru stöðvaðar 19. ágúst 2020. Var þá aftur komin keppnisþáttur inn í kerfið þar sem menn sóttu stíft þegar fyrirsjáanleg stöðvun veiðanna varð ljós fljótlega eftir miðja vertíð. Næstu ár versnaði staðan enn frekar með meiri meðalafla í róðri og jafnvel skerðingum á heimildum. Lítilsháttar aukning varð á bátafjölda en þó skipti sóknarkapp og keppni milli svæða og staða mestu máli. Síðustu ár hefur þessi þróun keyrt um þverbak og vertíð lokið um eða fyrir miðjan júlí með tilheyrandi glæfrasjósókn á stundum, mismunun milli svæða og óhagræði fyrir alla. Hvar á að taka aukningu á strandveiðiafla? Ein allra vinsælsta „mantran“ sem kyrjuð er í hagsmunagæsluhópunum og fjölmiðlum er stóra spurningin um hvar eigi að taka hugsanlega aukinn afla í samskonar 48 daga kerfi eins og var árið 2018 og 2019. Til að svara því er rétt að minna á 1. gr. laga um stjórn fiskveiða en þar segir: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum”. Samkvæmt þessu ákvæði er augljósa svarið við ofangreindri spurningu sú að strandveiðiaflann á að taka úr sameign þjóðarinnar í sjónum. Núverandi kvótahafar eiga samkvæmt lögum ekki einn einasta fisk á Íslandsmiðum og af þeim verður því ekkert tekið. Minna má á að fyrir tveimur árum var gerð könnun á afstöðu þjóðarinnar til strandveiða og sögðu 72% hennar sig hlynnt því að þær yrðu auknar. Það er því breiður stuðningur við auknar strandveiðar meðal þjóðarinnar, öfugt við það sem er að finna við útgerðir stórfyrirtækjanna. Lokaorð Ég treysti því að stjórnvöld sjái í gegnum málfutning þeirra sem hæst hrópa gegn strandveiðum enda hafa þau mótað skýra stefnu um að festa þessar veiðar í sessi. Það er flestum ljóst að veiðar með handfærum eru umhverfisvænustu veiðar sem til eru, þær geta aldrei ógnað fiskistofnum og þær eru hluti af sögu okkar, menningu og atvinnurétti í meira en 1000 ár. Mikill meirihluti aflans er eftirsótt vara á mörkuðum og er seldur á hæstu fiskverðum hvers sumars. Málflutningur eins og verið hefur á lofti síðustu þrjá mánuði minnir helst á falsfréttir samtímans. Það er mál að linni. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Það sem einkennt hefur þessa umræðu er aðallega forhert hagsmunagæsla, fordómar og vanþekking og hafa þeir oft haft hæst sem minnst vita um strandveiðar, eðli þeirra og umfang. Hér verður því vakin athygli á nokkrum atriðum sem þeim tengjast. Sjö ára gömul lög Lög um strandveiðar með allt að 12 daga veiðiheimildir í fjóra mánuði að sumarlagi voru fyrst samþykkt á Alþingi 2018. Allmikill meirihluti þingmanna greiddi þeim atkvæði ekki síst vegna þess að „keppnisþáttur“ í kerfinu fram að því hafði augljósa slysahættu í för með sér. Þá var talið nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í kerfinu bæði gagnvart útgerðum smábáta, sjómönnum og fiskkaupendum og tryggja jafnræði milli landsvæða. Þessi lög eru því ekki ný á nálinni eins og oft hefur mátt skilja á upphrópandi umræðu síðustu mánuði. Inn í þessi lög var hins vegar sett ákvæði um að færi heildarstrandveiðiafli umfram tiltekið magn sem áætlað var í þessar veiðar skyldi Fiskistofa stöðva þær. Veiðarnar 2018 og 2019 Fyrstu tvö árin sem þessi lög giltu var afli ekki meiri en svo að allur strandveiðiflotinn fékk að róa þessa 48 daga og stóðu veiðarnar því út ágúst bæði árin. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gilti þá einu hvaðan menn réru enda fengu allir landshlutar þá jafnt aðgengi að sínum miðum á hagstæðum tíma. Þekkt er að besti veiðitíminn fyrir Vesturlandi er í maí meðan ágúst gefur mest af fiski úti fyrir Austurlandi. Fróðlegt er að skoða hvernig sóknin var á flotanum þegar menn höfðu alla 48 dagana til að róa. Meðalróðrafjöldi á bát á þessum vertíðum báðum var rúmlega 26 (tuttugu og sex). Þannig nýttist mönnum að jafnaði innan við 55% af þeim dögum sem menn máttu róa. Skiptu gæftir þar áreiðanleg miklu en einnig sú staða að ekki þurfti að keppast við að ná róðrum áður en veiðar yrðu stöðvaðar. Rétt er að benda á að einungis um 2-3% af öllum flotanum náði að róa alla 48 dagana! Þá var meðalafli í róðri í kringum 600 kg á þessum árum. Keppniskerfið innleitt aftur Frá árinu 2020 og allt fram á árið 2024 hefur verið aukin þorskgengd á miðunum umhverfis landið. Aukning á aflaheimildum til strandveiða fylgdi hins vegar ekki með, afli varð meiri í hverjum róðri og bátum fjölgaði nokkuð. Þetta leiddi til þess að strandveiðar voru stöðvaðar 19. ágúst 2020. Var þá aftur komin keppnisþáttur inn í kerfið þar sem menn sóttu stíft þegar fyrirsjáanleg stöðvun veiðanna varð ljós fljótlega eftir miðja vertíð. Næstu ár versnaði staðan enn frekar með meiri meðalafla í róðri og jafnvel skerðingum á heimildum. Lítilsháttar aukning varð á bátafjölda en þó skipti sóknarkapp og keppni milli svæða og staða mestu máli. Síðustu ár hefur þessi þróun keyrt um þverbak og vertíð lokið um eða fyrir miðjan júlí með tilheyrandi glæfrasjósókn á stundum, mismunun milli svæða og óhagræði fyrir alla. Hvar á að taka aukningu á strandveiðiafla? Ein allra vinsælsta „mantran“ sem kyrjuð er í hagsmunagæsluhópunum og fjölmiðlum er stóra spurningin um hvar eigi að taka hugsanlega aukinn afla í samskonar 48 daga kerfi eins og var árið 2018 og 2019. Til að svara því er rétt að minna á 1. gr. laga um stjórn fiskveiða en þar segir: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum”. Samkvæmt þessu ákvæði er augljósa svarið við ofangreindri spurningu sú að strandveiðiaflann á að taka úr sameign þjóðarinnar í sjónum. Núverandi kvótahafar eiga samkvæmt lögum ekki einn einasta fisk á Íslandsmiðum og af þeim verður því ekkert tekið. Minna má á að fyrir tveimur árum var gerð könnun á afstöðu þjóðarinnar til strandveiða og sögðu 72% hennar sig hlynnt því að þær yrðu auknar. Það er því breiður stuðningur við auknar strandveiðar meðal þjóðarinnar, öfugt við það sem er að finna við útgerðir stórfyrirtækjanna. Lokaorð Ég treysti því að stjórnvöld sjái í gegnum málfutning þeirra sem hæst hrópa gegn strandveiðum enda hafa þau mótað skýra stefnu um að festa þessar veiðar í sessi. Það er flestum ljóst að veiðar með handfærum eru umhverfisvænustu veiðar sem til eru, þær geta aldrei ógnað fiskistofnum og þær eru hluti af sögu okkar, menningu og atvinnurétti í meira en 1000 ár. Mikill meirihluti aflans er eftirsótt vara á mörkuðum og er seldur á hæstu fiskverðum hvers sumars. Málflutningur eins og verið hefur á lofti síðustu þrjá mánuði minnir helst á falsfréttir samtímans. Það er mál að linni. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun