Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 21. mars 2025 07:31 Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun