Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 10:01 Hamilton er farinn að láta til sín taka á nýjum stað. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás. Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira