Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2025 12:30 Eiríkur Bergmann er stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira