Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 24. mars 2025 14:30 Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Barnamálaráðherra segir af sér Börn og uppeldi Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun