Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 14:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Bannað var að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi með reglugerð sem tók gildi í byrjun árs 2020. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman. Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman.
Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels