Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 25. mars 2025 07:31 Síðasta áratuginn hefur Rauði krossinn veitt þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd sálfélagslegan stuðning meðan beðið er eftir niðurstöðu í þeirra málum. Biðin reynist mörgum yfirþyrmandi og mikilvægt að tíminn sé nýttur með uppbyggilegum og heilbrigðum hætti. Framlag Rauða krossins miðast við að fólkið sé í fyrsta sæti og að það loki sig hvorki af né grípi til örþrifaráða. Félagið hefur það að leiðarljósi að vinna með fólki en ekki fyrir það. Notendur þjónustunnar hafa sjálfir megináhrif á framboð virkniúrræða, tungumálaþjálfunar, sálræns stuðnings og annarrar þjónustu. Með því að endurnýja ekki þjónustusamninga við Rauða krossinn hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að félagslegum stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé betur sinnt af hinu opinbera en sjálfboðaliðum og starfsfólki Rauða krossins. Félagið gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun en minnir á að slíkur stuðningur fæst ekki einungis með því að koma jóga-mottum, borðtennisborðum og leikfangakössum fyrir í búsetuúrræðum, heldur með samtali, nærveru, fræðslu og hlustun. Lausnin felst ekki í því að ákveða hvað manneskjunni sé fyrir bestu, heldur ræða við manneskjuna um hvað hún telji sig þurfa og skipuleggja svo viðburði og aðgerðir í samræmi við það. Framlag sjálfboðaliða Eitt af grunngildum Rauða krossins er sjálfboðið starf, enda er Rauði krossinn vettvangur fyrir almenna borgara til að láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu. Starf með þeim viðkvæma hópi, umsækjendum um alþjóðlega vernd, er þar engin undantekning. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins skipulögðu 1.433 viðburði sem voru sóttir 18.721 sinnum á síðasta ári. Með því tókst að halda þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd á öllum aldri félagslega virkum. 156 sjálfboðaliðar komu að skipulagningu og framkvæmd félagsstarfs fyrir fólk á flótta. Skráð vinnuframlag sjálfboðaliða í félagsstarfinu nam 3.630 klst. Það gerir 302 klst. á mánuði að meðaltali. Hafa ber í huga að skráð vinnuframlag felur aðeins í sér viðveru á viðburðum verkefnisins en mælir ekki þá vinnu sem sjálfboðaliðar leggja á sig við undirbúning og skipulag þeirra hópa sem þeir bera ábyrgð á. Telst okkur til að í fyrra hafi sjálfboðaliðar mætt 2.317 sinnum í verkefnið, en starfsfólk mætti til samanburðar í 1.096 skipti á viðburði Rauða krossins. Þessar tölur renna stoðum undir þá staðreynd að vinna starfsfólks Rauða krossins í verkefninu er fyrst og fremst sú að þjálfa, styðja og aðstoða sjálfboðaliða úr grasrót félagsins sem sjá um bróðurpart félagslegu viðburðanna og veita þannig mikilvæga tengingu þessa vegalausa hóps inn í íslenskt samfélag. Þeir félagslegu viðburðir sem hafa verið í boði eru meðal annars: Opið Hús, fjölskylduhópur, karla- og kvennahópur, ungmennahópur ásamt hópi fyrir umsækjendur undir hinsegin regnboganum. Einnig er boðið upp á ýmsa íþróttaviðburði svo sem knattspyrnu, blak, jóga og dans; listaviðburði í bæði myndlist og leiklist ásamt mikilli tungumálaþjálfun á bæði íslensku og ensku, ásamt viðburðum á sviði tölvufærni. Þá hefur Rauði krossinn boðið upp á opna viðtalstíma þangað sem notendum býðst að bera á borð allar áhyggjur, væntingar og umkvartanir. Þessu til viðbótar veitti félagið á síðasta ári 250 viðtöl og sálrænan stuðning tengd fjölskyldusameiningum flóttafólks. Það sem af er þessu ári hafa 74 slík viðtöl verið veitt. Hundruð einstaklinga, börn, foreldrar og makar hafa náð að sameinast hér á landi í kjölfar aðskilnaðar og notið við það aðstoðar Rauða krossins. Hverjir eru umsækjendur um alþjóðlega vernd? Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru venjulegt fólk sem hefur ekki annan kost en að yfirgefa heimkynni sín vegna átaka, hamfara eða annarra atburða. Um er að ræða fólk með fjölbreyttan bakgrunn, styrkleika, menntun, sérhæfingu og áhugasvið, bæði börn og fullorðna. Rauði krossinn hefur alla tíð lagt áherslu á að styrkleikar hvers og eins séu nýttir sem best. Það er hverri manneskju krefjandi að setja líf sitt á bið meðan beðið er eftir úrskurði stjórnvalda varðandi skjól og örugga framtíð. Lykillinn að því að fólk þrífist í slíkum aðstæðum er félagsleg virkni, stuðningur og að brugðist sé við frumþörfum. Því til viðbótar er það hverri manneskju nauðsynlegt að hafa sjálf áhrif á nærumhverfi sitt og daglegar athafnir. Hluti umsækjenda mun koma til með að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og það hlýtur að vera hagur allra að þeir einstaklingar séu andlega og líkamlega undirbúnir til að takast á við nýtt líf í nýju landi. Við viljum öll hafa hlutverk og vera virkir samfélagsþegnar. Umsækjendur eru í dag álíka margir og árin 2020-2023 er Venesúelabúar fóru að leita hér skjóls og stór hópur fólks frá Úkraínu fékk vernd. Þrátt fyrir fækkun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi síðustu misseri þá er eftir sem áður stór hópur fólks sem þarf á þjónustunni að halda enda afgreiðslutími verndarumsókna í mörgum tilfellum langur. Rauði krossinn óskar stjórnvöldum velfarnaðar í starfi með umsækjendum um alþjóðlega vernd og vonast til að þau sýni metnað í að vanda til verka. Líf, velferð, heilsa og félagslegt öryggi þúsunda einstaklinga, sem dvelja hér á landi, er undir. Höfundar eru Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Ósk Sigurðardóttir deildarstjóra Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Flóttafólk á Íslandi Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Síðasta áratuginn hefur Rauði krossinn veitt þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd sálfélagslegan stuðning meðan beðið er eftir niðurstöðu í þeirra málum. Biðin reynist mörgum yfirþyrmandi og mikilvægt að tíminn sé nýttur með uppbyggilegum og heilbrigðum hætti. Framlag Rauða krossins miðast við að fólkið sé í fyrsta sæti og að það loki sig hvorki af né grípi til örþrifaráða. Félagið hefur það að leiðarljósi að vinna með fólki en ekki fyrir það. Notendur þjónustunnar hafa sjálfir megináhrif á framboð virkniúrræða, tungumálaþjálfunar, sálræns stuðnings og annarrar þjónustu. Með því að endurnýja ekki þjónustusamninga við Rauða krossinn hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að félagslegum stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé betur sinnt af hinu opinbera en sjálfboðaliðum og starfsfólki Rauða krossins. Félagið gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun en minnir á að slíkur stuðningur fæst ekki einungis með því að koma jóga-mottum, borðtennisborðum og leikfangakössum fyrir í búsetuúrræðum, heldur með samtali, nærveru, fræðslu og hlustun. Lausnin felst ekki í því að ákveða hvað manneskjunni sé fyrir bestu, heldur ræða við manneskjuna um hvað hún telji sig þurfa og skipuleggja svo viðburði og aðgerðir í samræmi við það. Framlag sjálfboðaliða Eitt af grunngildum Rauða krossins er sjálfboðið starf, enda er Rauði krossinn vettvangur fyrir almenna borgara til að láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu. Starf með þeim viðkvæma hópi, umsækjendum um alþjóðlega vernd, er þar engin undantekning. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins skipulögðu 1.433 viðburði sem voru sóttir 18.721 sinnum á síðasta ári. Með því tókst að halda þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd á öllum aldri félagslega virkum. 156 sjálfboðaliðar komu að skipulagningu og framkvæmd félagsstarfs fyrir fólk á flótta. Skráð vinnuframlag sjálfboðaliða í félagsstarfinu nam 3.630 klst. Það gerir 302 klst. á mánuði að meðaltali. Hafa ber í huga að skráð vinnuframlag felur aðeins í sér viðveru á viðburðum verkefnisins en mælir ekki þá vinnu sem sjálfboðaliðar leggja á sig við undirbúning og skipulag þeirra hópa sem þeir bera ábyrgð á. Telst okkur til að í fyrra hafi sjálfboðaliðar mætt 2.317 sinnum í verkefnið, en starfsfólk mætti til samanburðar í 1.096 skipti á viðburði Rauða krossins. Þessar tölur renna stoðum undir þá staðreynd að vinna starfsfólks Rauða krossins í verkefninu er fyrst og fremst sú að þjálfa, styðja og aðstoða sjálfboðaliða úr grasrót félagsins sem sjá um bróðurpart félagslegu viðburðanna og veita þannig mikilvæga tengingu þessa vegalausa hóps inn í íslenskt samfélag. Þeir félagslegu viðburðir sem hafa verið í boði eru meðal annars: Opið Hús, fjölskylduhópur, karla- og kvennahópur, ungmennahópur ásamt hópi fyrir umsækjendur undir hinsegin regnboganum. Einnig er boðið upp á ýmsa íþróttaviðburði svo sem knattspyrnu, blak, jóga og dans; listaviðburði í bæði myndlist og leiklist ásamt mikilli tungumálaþjálfun á bæði íslensku og ensku, ásamt viðburðum á sviði tölvufærni. Þá hefur Rauði krossinn boðið upp á opna viðtalstíma þangað sem notendum býðst að bera á borð allar áhyggjur, væntingar og umkvartanir. Þessu til viðbótar veitti félagið á síðasta ári 250 viðtöl og sálrænan stuðning tengd fjölskyldusameiningum flóttafólks. Það sem af er þessu ári hafa 74 slík viðtöl verið veitt. Hundruð einstaklinga, börn, foreldrar og makar hafa náð að sameinast hér á landi í kjölfar aðskilnaðar og notið við það aðstoðar Rauða krossins. Hverjir eru umsækjendur um alþjóðlega vernd? Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru venjulegt fólk sem hefur ekki annan kost en að yfirgefa heimkynni sín vegna átaka, hamfara eða annarra atburða. Um er að ræða fólk með fjölbreyttan bakgrunn, styrkleika, menntun, sérhæfingu og áhugasvið, bæði börn og fullorðna. Rauði krossinn hefur alla tíð lagt áherslu á að styrkleikar hvers og eins séu nýttir sem best. Það er hverri manneskju krefjandi að setja líf sitt á bið meðan beðið er eftir úrskurði stjórnvalda varðandi skjól og örugga framtíð. Lykillinn að því að fólk þrífist í slíkum aðstæðum er félagsleg virkni, stuðningur og að brugðist sé við frumþörfum. Því til viðbótar er það hverri manneskju nauðsynlegt að hafa sjálf áhrif á nærumhverfi sitt og daglegar athafnir. Hluti umsækjenda mun koma til með að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og það hlýtur að vera hagur allra að þeir einstaklingar séu andlega og líkamlega undirbúnir til að takast á við nýtt líf í nýju landi. Við viljum öll hafa hlutverk og vera virkir samfélagsþegnar. Umsækjendur eru í dag álíka margir og árin 2020-2023 er Venesúelabúar fóru að leita hér skjóls og stór hópur fólks frá Úkraínu fékk vernd. Þrátt fyrir fækkun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi síðustu misseri þá er eftir sem áður stór hópur fólks sem þarf á þjónustunni að halda enda afgreiðslutími verndarumsókna í mörgum tilfellum langur. Rauði krossinn óskar stjórnvöldum velfarnaðar í starfi með umsækjendum um alþjóðlega vernd og vonast til að þau sýni metnað í að vanda til verka. Líf, velferð, heilsa og félagslegt öryggi þúsunda einstaklinga, sem dvelja hér á landi, er undir. Höfundar eru Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Ósk Sigurðardóttir deildarstjóra Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun