Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Auðun Georg Ólafsson skrifar 25. mars 2025 12:12 Kennsla heldur áfram í Kvikmyndaskóla Íslands næstu daga en framtíðin er óráðin. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira