Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 14:52 Ágústa flutti tilfinningaþrungna ræðu í þinginu í dag. Skjáskot/Vefur Alþingis Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira