Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 20:15 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. „Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“ Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“
Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53