Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa 26. mars 2025 07:32 Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Bryndís Haraldsdóttir Diljá Mist Einarsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun