Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 26. mars 2025 08:32 Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar