Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar 27. mars 2025 15:00 Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð. Það á að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess. Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir málsins: 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld. Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið. Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð. Það á að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess. Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir málsins: 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld. Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið. Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun