Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar 27. mars 2025 15:00 Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð. Það á að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess. Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir málsins: 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld. Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið. Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð að verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð. Það á að vera sjálfsagt að segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er að halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til að taka það að sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess. Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru að þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum. Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir að veita valdhöfum aðhald. Nú síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi má ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra að vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir málsins: 1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar. 2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið. 3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn að ná sambandi við Ásthildi Lóu til að fá hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherrastóli. 4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp. Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld. Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir að fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf að segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla að segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna að vera. Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt að leggja þá niður. Slökkva ljósið. Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun