Lokaæfing fyrir almyrkva Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. mars 2025 13:11 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir spána vera þokkalega á landinu til að sjá deildarmyrkva í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“ Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“
Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira