„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2025 11:30 Thea Imani er klár í stórleik helgarinnar. vísir Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar. Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur.
Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira