Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar 29. mars 2025 11:03 Umræðan um mál Ásthildar Lóu hefur komið róti á huga minn. Það er umhugsunarvert hvernig sum hafa brugðist við í þessu máli með offorsi og sleggjudómum og ég hef fundið til löngunar að tala um fyrir viðkomandi. En svo rifjaðist það upp að sálfræðingurinn minn sagði mér að þú getur lítið gert til að breyta öðru fólki, en þú getur skoðað sjálfan þig og spurt þig; af hverju bregst ég svona við, af hverju líður mér svona, hvað er það við mig sem veldur því? Og þegar ég gerði það komst ég að því hvers vegna þetta litla mál hefur valdið mér þvílíku hugarangri. Það hefur brotið heimsmynd mína og ég hef ekki nýja til að koma í hennar stað. Þetta þarfnast frekari útskýringar. Hingað til hef ég haldið að orðið „woke“ sé bara eitthvað sem forpokaðir afturhaldspungar kalla fólk sem lætur sér annt um mannréttindi, að góða fólkið sé bara eitthvað sem þröngsýnt og fordómafullt fólk kallar þau sem eru víðsýn og fordómalaus. Ég taldi sjálfan mig að sjálfsögðu tilheyra seinni hópnum og stimplaði sjálfkrafa öll út úr umræðunni sem notuðu þetta hugtak. Þegar Ingó Veðurguð var í fréttum var ég hjartanlega sammála þeim sem fordæmdu hann. Ég hafði verið grunnskólakennari og heyrt sögurnar. Mér fannst hann eiga þetta skilið. Þegar Auður var tekinn fyrir var mér nokk sama. Ég las frásagnirnar af því hvernig hann fór yfir mörk í nánum samböndum og mér fannst hann eiga þetta skilið. Þegar Logi Bergmann var til umfjöllunar yppti ég öxlum. Hann var samt „bara‟ óviðeigandi dónakall svo kannski fannst mér hann ekki eiga þetta alveg skilið … en samt eiga þetta skilið. En svo birti RÚV fréttina um Ásthildi Lóu og allt í einu var mér ekki sama. Þarna var það blásið upp að ungmenni hefði eignast barn með öðru ungmenni í frétt með þremur alvarlegum rangfærslum sem síðan er búið að hrekja. Bæði voru þau lögráða, hún var ekki í neinni valdastöðu gagnvart honum og ekki var um neina tálmun að ræða. Úr þessu var samt búið til hneykslismál. Ég varð sjálfur 16 ára árið 1987 og er því á svipuðum aldri og fólkið sem þetta mál snýst um. Þó það væri ekki talið til fyrirmyndar að ungmenni eignuðust saman barn var það samt ekki óalgengt eða fólk dæmt fyrir það. Það eina sem stendur eftir í þessu öllu saman er aldursmunurinn og þá verðum við að horfa til þess hvernig kynjakerfið virkaði á þessum tíma. Talan 16 var ekki bara eitthvað númer á blaði í einhverju lagasafni. Fólk (og þá einkum drengir) urðu fullorðnir á þessum aldri, stúlkur voru hins vegar undirskipaðar í samfélaginu og komið fram við þær eins og börn, jafnvel langt fram á fullorðinsár. Ef einhver aðstöðumunur var á 16 ára dreng og 23 ára konu á þessum árum byggðist hann á kyni en ekki aldri. Við ættum frekar að tala um 16 ára karl og 23 ára stúlku í þessu samhengi. Fyrir utan að sú trú mín að RÚV væri eini fjölmiðillinn á Íslandi sem væri traustsins verður er horfin, upplifi ég líka að sjálfskipaðir réttlætisriddarar (eins og ég sjálfur) og allar skrímsladeildir samfélagsins sameinuðust í að svipta saklausa manneskju ærunni með ofsafengnustu árásum síðustu ára út af máli sem var í rauninni ekki einu sinni fréttnæmt. Góða fólkið reyndist vera alveg jafn fordómafullt og þröngsýnt og öll hin. Ég er orðinn 53 ára og þessi orð Styrmis Gunnarssonar hafa aldrei hljómað réttar í mín eyru: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“. Þetta er því ekki uppsögn mín úr hópi góða fólksins. Ég er að segja að góða fólkið er ekki og hefur aldrei verið til. Við erum öll bara eigingjarnar flugur á fjóshaugi mannlífisins, fastar í eigin nafla að strjúka egóið með því að fordæma annað fólk og upphefja okkur sjálf. Ég er að segja hugtakinu góða fólkið upp. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um mál Ásthildar Lóu hefur komið róti á huga minn. Það er umhugsunarvert hvernig sum hafa brugðist við í þessu máli með offorsi og sleggjudómum og ég hef fundið til löngunar að tala um fyrir viðkomandi. En svo rifjaðist það upp að sálfræðingurinn minn sagði mér að þú getur lítið gert til að breyta öðru fólki, en þú getur skoðað sjálfan þig og spurt þig; af hverju bregst ég svona við, af hverju líður mér svona, hvað er það við mig sem veldur því? Og þegar ég gerði það komst ég að því hvers vegna þetta litla mál hefur valdið mér þvílíku hugarangri. Það hefur brotið heimsmynd mína og ég hef ekki nýja til að koma í hennar stað. Þetta þarfnast frekari útskýringar. Hingað til hef ég haldið að orðið „woke“ sé bara eitthvað sem forpokaðir afturhaldspungar kalla fólk sem lætur sér annt um mannréttindi, að góða fólkið sé bara eitthvað sem þröngsýnt og fordómafullt fólk kallar þau sem eru víðsýn og fordómalaus. Ég taldi sjálfan mig að sjálfsögðu tilheyra seinni hópnum og stimplaði sjálfkrafa öll út úr umræðunni sem notuðu þetta hugtak. Þegar Ingó Veðurguð var í fréttum var ég hjartanlega sammála þeim sem fordæmdu hann. Ég hafði verið grunnskólakennari og heyrt sögurnar. Mér fannst hann eiga þetta skilið. Þegar Auður var tekinn fyrir var mér nokk sama. Ég las frásagnirnar af því hvernig hann fór yfir mörk í nánum samböndum og mér fannst hann eiga þetta skilið. Þegar Logi Bergmann var til umfjöllunar yppti ég öxlum. Hann var samt „bara‟ óviðeigandi dónakall svo kannski fannst mér hann ekki eiga þetta alveg skilið … en samt eiga þetta skilið. En svo birti RÚV fréttina um Ásthildi Lóu og allt í einu var mér ekki sama. Þarna var það blásið upp að ungmenni hefði eignast barn með öðru ungmenni í frétt með þremur alvarlegum rangfærslum sem síðan er búið að hrekja. Bæði voru þau lögráða, hún var ekki í neinni valdastöðu gagnvart honum og ekki var um neina tálmun að ræða. Úr þessu var samt búið til hneykslismál. Ég varð sjálfur 16 ára árið 1987 og er því á svipuðum aldri og fólkið sem þetta mál snýst um. Þó það væri ekki talið til fyrirmyndar að ungmenni eignuðust saman barn var það samt ekki óalgengt eða fólk dæmt fyrir það. Það eina sem stendur eftir í þessu öllu saman er aldursmunurinn og þá verðum við að horfa til þess hvernig kynjakerfið virkaði á þessum tíma. Talan 16 var ekki bara eitthvað númer á blaði í einhverju lagasafni. Fólk (og þá einkum drengir) urðu fullorðnir á þessum aldri, stúlkur voru hins vegar undirskipaðar í samfélaginu og komið fram við þær eins og börn, jafnvel langt fram á fullorðinsár. Ef einhver aðstöðumunur var á 16 ára dreng og 23 ára konu á þessum árum byggðist hann á kyni en ekki aldri. Við ættum frekar að tala um 16 ára karl og 23 ára stúlku í þessu samhengi. Fyrir utan að sú trú mín að RÚV væri eini fjölmiðillinn á Íslandi sem væri traustsins verður er horfin, upplifi ég líka að sjálfskipaðir réttlætisriddarar (eins og ég sjálfur) og allar skrímsladeildir samfélagsins sameinuðust í að svipta saklausa manneskju ærunni með ofsafengnustu árásum síðustu ára út af máli sem var í rauninni ekki einu sinni fréttnæmt. Góða fólkið reyndist vera alveg jafn fordómafullt og þröngsýnt og öll hin. Ég er orðinn 53 ára og þessi orð Styrmis Gunnarssonar hafa aldrei hljómað réttar í mín eyru: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“. Þetta er því ekki uppsögn mín úr hópi góða fólksins. Ég er að segja að góða fólkið er ekki og hefur aldrei verið til. Við erum öll bara eigingjarnar flugur á fjóshaugi mannlífisins, fastar í eigin nafla að strjúka egóið með því að fordæma annað fólk og upphefja okkur sjálf. Ég er að segja hugtakinu góða fólkið upp. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun