Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar 29. mars 2025 14:31 Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Kjaramál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun