Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 18:05 Elías Már Ómarsson kom inn af bekknum, klúðraði góðu færi, en fiskaði vítaspyrnu. Getty/Gerrit van Keulen Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere. Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere.
Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira