Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. mars 2025 00:00 Ahmad al-Sharaa mun gegna embætti forseta og forsætisráðherra. AP/Mosa'ab Elshamy Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39