Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 31. mars 2025 08:00 Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun