Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson og Styrmir Hallsson skrifa 31. mars 2025 15:30 Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Heilbrigðismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar