„Auðvitað lét ég hann heyra það“ Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 09:29 Kolbrún Bergþórsdóttir segir að auðvitað sé það svo að vinnufélagar takist á. Og að þessu sinni sló í brýnu milli hennar og Andrésar Magnússonar fulltrúa ritstjóra. Vísir/Vilhelm/Steingrímur Dúi Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar. „Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira