„Auðvitað söknum við hennar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 15:15 Guðrún og Glódís hafa spilað fjölmarga landsleiki saman síðustu misseri. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira