Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2025 06:30 Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Námslán Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun